Postcrossing uses cookies to help deliver its services. By using this website, you agree to its use of cookies. Learn more.

About Postcrossing

Learn all about Postcrossing.


Verkefnið

Markmið þessa verkefnis er að fólk fær send ókeypis póstkort frá öllum heimshornum. Jæja, næstum því ókeypis! Aðalhugmyndin er þessi: Þegar þú sendir póstkort færðu eitt til baka frá öðrum „Póstkrossara“ einhversstaðar í heiminum.

Hvers vegna? Vegna þess að það er til hellingur af fólki, eins og höfundurinn, sem vill fá alvöru póst.
Með því að fá póstkort frá mismunandi stöðum í heiminum (marga þeirra hefurðu sennilega aldrei heyrt minnst á) er hægt að breyta póstkassanum þínum í undrakassa - og hver vill það nú ekki?


 

Hvernig virkar það?

Hérna er stutt lýsing:

  1. óskaðu eftir heimilisfang á vefsíðunni
  2. sendu póstkort á heimilisfangið
  3. bíddu eftir því að fá póstkort sent
  4. skráðu póstkortið sem þú fékkst í kerfið

Fyrsta skrefið er að óska eftir að senda póstkort. Vefsíðan birtir (og sendir þér í tölvupósti) heimilisfang annars aðila auk póstkorta-auðkennislykils (=ID, t.d. IS-786). Þá sendir þú póstkort á þennan meðlim.

Viðkomandi aðili fær póstkortið og skráir það með póstkorta ID sem er á póstkortinu. Núna færðu rétt til að fá póstkort frá öðrum notanda. Næst þegar einhver óskar eftir að senda póstkort getur röðin verið komin að þér. Hvaðan póstkortið er kemur svo á óvart!

Hægt er að senda allt að 5 póstkort á sama tíma. Í hvert skipti sem eitt af póstkortunum sem þú sendir er skráð getur þú beðið um annað heimilisfang. Fjöldi póstkorta sem þú getur verið með á ferðinni á sama tíma eykst eftir því hversu mörg póstkort þú hefur sent!

Ertu ennþá með spurningar? Skoðaðu hjálpatengilinn eða spjallsíðuna.